Hvað með koníakið?

Þegar ég verð búinn að kaupa rauðvínið sem ég ætla að hafa með steikinni hvert á ég þá að fara til að kaupa koníakið sem ég ætla að drekka með með kaffinu á eftir?
mbl.is Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

He, he... þú gætir t.d. farið í Hagkaup í Kringlunni eða Smáralind eða Nóatún í Smáralind  til að versla  steikina og gengið nokkur skref í ÁTVR og verslað. Síðan í blómaverslun til að kaupa rósir á matborðið, þaðan í apótek til að kaupa Alkaseltzerinn fyrir daginn eftir ! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.10.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Jóhann Ingólfsson

Rétt hjá þér Jóhanna þetta er greinilega ekki mjög flókið, eða hvað?

Ég bý í 300 km fjarlægð frá Kringlunni og Smáralind en í 100 m fjarlægð frá frábærri Vínbúð með ágætis úrvali af léttu og sterku víni. Ég á ekki von á því að þessari búð væri haldið opinni til þess eins að selja sterkt vín. 
Ef svo væri þá þyrfti ég að ákveða með margra daga fyrirvara hvaða koníak ég ætla að drekka með kaffinu á laugardag og láta senda það með póstinum. 

Þú talar um að fara í blómabúðina og apótekið.
Eru það ekki sérverslanir?
Ég kemst í sérverslun með blóm hér á staðnum og líka í sérverslun með Alkaselzer.
Því vil ég komast í séverslun með vín þar sem starfsfólkið hefur vit á því sem það er að selja.

Jóhann Ingólfsson, 12.10.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhann Ingólfsson

Höfundur

Jóhann Ingólfsson
Jóhann Ingólfsson

                              

Hæverskur landsbyggðamaður

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...995b_333028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband